coffee table

Einföld lausn fyrir söfn af myndböndum og öðru efni

Lóalóa bæði geymir efni og dreifir því út á vef

mynd

Allt í einum pakka

Lóalóa er hugbúnaðarkerfi fyrir söfn af stafrænu efni.

Kerfið býður meðal annars upp á spilara, vefsíður, sjálfvirka upptöku og sjálfvirka dreifingu á helstu myndbanda- og hlaðvarpsveitur.

Stór söfn og lítil

mynd

Skipulag

Lóalóa getur haldið utan um bæði lítil og gríðarlega stór söfn sem telja hundruði þúsunda skráa.

Streymi

Í kerfinu er hægt að taka upp beinar útsendingar í streymi og ganga frá þeim fljótt og vel.

Klippa og dreifa

Einnig að klippa til efni til dreifingar á samfélagsmiðlum og víðar á netinu.

Svona virkar þetta

mynd

Þú hleður efni inn

Tilbúin myndbönd eða hlaðvörp. Hægt að setja núverandi safn í kerfið.

mynd

Þú tekur efni upp

Lóalóa tekur einnig upp beinar útsendingar og streymi og hægt er að komast strax í efnið.

mynd

Þú gengur frá og birtir efnið

Titlar, lýsing, tögg, flokkar, myndir á klippur. Allt skiptir þetta máli.

mynd

Efnið notað aftur og aftur

Auðvelt fyrir aðra að finna og þig að nota aftur á sama eða nýjan hátt.

mynd

Góðar lausnir

Lóalóa er hlaðin góðum lausnum. Viðskiptavinir geta sett sérútbúnar vefsíður undir sinn eigin vef, þar sem hægt er að horfa á eða hlusta á allt sem í þeirra safni er.

Einnig verður boðið upp á sérsniðna spilara, alla transkóðun efnis, leitarvélabestun alls efnisins og einfalt utanumhald á metadata, töggum og flokkum.

AF HVERJU NÚNA?

Markaður í vexti

Streymi á netinu er í miklum vexti, talið er að markaðurinn verði búinn að tvöfalda sig 2027.

Aukin framleiðsla

Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar framleiða margfalt meira magn en áður af efni. Mörg eiga eftir að gera ráðstafanir til varðveislu til framtíðar.

Skipulag

Mörg söfn dreifð milli kerfa og ósýnileg í leit.

Töpuð verðmæti

Útsendingar, fræðslumyndbönd, fyrirlestrar, hlaðvörp og alls kyns efni týnist gjarnan þegar búið er að dreifa því einu sinni.

Sígrænt efni

Nauðsynlegt er að auðvelt sé að finna efni, laga það til ef þarf og endurnýta á ýmsum miðlum.

Teymið

mynd

Tinni Sveinsson

Ritstjóri Vísis, vefstjóri og verkefnastjóri í rúman áratug.

tinni@loaloa.is

mynd

Valur Hrafn Einarsson

Forritari, tæknistjóri Vísis og tengdra miðla í rúman áratug.

valurhrafn@loaloa.is

mynd

Sverrir V. Hermannsson

Forritari, áratugs reynsla af fjölmiðlum og fjarskiptum.

sverrir@loaloa.is

HAFÐU SAMBAND

Takk fyrir póstinn